Saturday, November 28, 2009

Hvernig datt mér þetta í hug?

Les einhver blogg í dag? Er það ekki eitt af því sem Facebook náði að ryðja úr vegi?

Það sem hefur aðallega breyst frá því ég skrifaði seinast er að ég fór í nýja vinnu sem er gríðarlega krefjandi og skemmtileg. Hlakka til að fara í vinnu á hverjum degi. Það er alltaf á einhverju að taka. Það er lífið;)

Brynja er orðin alger proffi, segir heilu setningarnar, syngur heilu lögin og finnst agalega gaman að taka hendurnar á krökkunum í leikskólanum og segja: fagur fagur fiskur í sjó...:) Litla duglegasta frekjan mín:)
Svo er minna en mánuður í 2ja ára afmælið hennar, var ég ekki bara að eignast hana í fyrradag?

Sjöbba mín kom til mín á Sviðamessu um daginn, það var ekkert smá gríðarlega gaman. Vorum alveg blellaðar til hálf 8 um morgun. Það var eiginlega eins og við hefðum verið að bæta upp síðustu 4 ár, þannig að við áttum það inni. Enda orðnar týpurnar sem fara alltaf heim af djamminu kl 2;)

Þessa dagana er ég að springa úr speki, verð að fara að gera eitthvað. Kem mér samt ekki útí íþróttahús eftir vinnu, búin á því eftir daginn og nýkomin loksins heim til fjölskyldunnar. Ekki það fyrsta sem manni langar til að gera er að fara:/ En er farin að hugsa leiðir og er gríðarlega spennt:)
Er allaveganna komin með nóg af því að fólk horfir á magann á mér og er eitt spurningamerki í framan...nibbs ekki ólétt!

Ætla að deila með ykkur hvað verður eldað hérna í kveld, þetta er eitt það besta sem ég fæ:
Sker niður kjúklingabringur og steiki. Krydda svo með season all, set soyjasósu og pínu hunang yfir. Þegar kjúllinn er orðinn nægilega vel steiktur þá bæti ég við helling af grænmeti:

Græn paprika
Hvítkál
Laukur

Rétt aðeins steiki það með, það á að vera léttsteikt.
Hollt, gott og naminamm.

Sunday, March 29, 2009

Sunday, March 22, 2009

*Er komin með pottþétta afsökun fyrir að gera ekki skattaskýrsluna, kemst ekki inná rsk.is jei:)
*Þegar það er talað um að skíta peningum, datt einhverjum þetta bara í hug eða gerðist þetta í raun og veru? Óska eftir upplýsingum um þetta a.s.a.p.
*Fattaði í vikunni að börn læra einelti frá fullorðna fólkinu, hvar annarsstaðar.
*Finn fyrir gleði í hjartanu,það styttist í nærveru fallegra vina og skyldfólks í rvk.
*Ef einhver veit um hvað “skítapeningum” málið snýst um þá endilega látið mig vita því að þá kemst ég kannski í eitthvað af heimsóknum þar sem ég þarf að kaupa skrilljón sængur-skírnar-fermingargjafir.
*Er algerlega komin með nóg af því að hanga heima allar helgar útaf veikindum á heimilinu.
*Ætli vikupása frá faceinu sé nóg til að afeitra mig af því að vera svona húkkt?

P.s elsku Eva mín,hringdu í mig sem fyrst í heimasímann,næ ekki í þig, henti öllum útaf listanum hjá mér útaf pásunni minni, ekki bara þér love;)

Kv.Íris...pakk.

Tuesday, March 17, 2009

"mía mín" :)

Já það er það sem hún kallar sig þegar ég segi henni að segja Brynja,Mía. Annars er hún að brillera þessa dagana. Hún veit sko alveg hvað hún vil. Bendir á það sem hún vill og ef hún vil fara út þá kemur hún með skóna sína, húfu og úlpu. Þegar pabbi hennar opnar útidyrahurðina þá segir hún alltaf brrrrr:) Það eru alltaf að bætast fleiri orð í safnið. Núna kann húm að segja:
Mamma,pabbi,dudda,sjáðu,datt,bíbí,sokkar,sex,sjö,voff,mjá,nei,búa,sitja.
Svo er ég pottþétt að gleyma einhverju.

Er búin að liggja heima veik alla vikuna og er ennþá heima. Brynja grét í alla nótt, hún er sem sagt búin að smitast. Komin með hita, hósta og kvef.

Eftir að ég hætti á faceinu þá er ég miklu minna í töllunni. Sem er bara gott. Ég tók bloggrúnt eitt kveldið og fannst voða gaman að lesa blogg, sem var eiginlega alveg dottið upp fyrir hjá mér. Ein setning er búin að vera föst í mér síðan ég las blogg hjá einum Borgfirðingi: Lokum tölvunum og leikum okkur við börnin okkar, það er miklu skemmtilegra:)
Glöggir lesendur hugsa eðlilega núna: bíddu ertu ekki við tölluna að blogga?? uuuu jú en barnið er sofandi:)

bæjó:)

Sunday, March 15, 2009

Hæ hæ:)

Var að setja nýjar myndir á babyland síðuna, veit samt ekki hvort hún virki en ég greiði af henni fljótlega. Ég kemst allaveganna inn núna.
Set nokkra myndir hérna fyrir þá sem sakna hennar mest hehe:)

Er hætt í bili á facebook, betra að láta vita svo að fólk haldi ekki að ég sé að henda þeim út í einhverju dramakasti;) Leiðinlegt þetta nýja lúkk, hitt var miklu skemmtilegra.

Það styttist í RVK. En ennþá of langt finnst mér. Er rosa spennt að koma. Það verður nóg að gera fyrstu helgina 2 fermingar og ein skírn. Jæja þetta er nóg í bili:)

Koss og knús á alla mína elskulegu.

Wednesday, February 25, 2009

Sunday, February 22, 2009


Hæ:)

Ákvað að setja inn nokkrar myndir af Brynju afþví að ég á eftir að greiða af barnalandssíðunni.
Það er bara fínt að frétta af okkur annars. Brynja byrjaði á leikskólanum eftir áramótin og aðlögunin gekk rosalega vel. Henni var alveg sama þótt ég færi, hún elskar leikskólann sinn:) (ég var nú pínu móðguð útí hana hehe:))

Ég byrjaði svo að vinna á leikskólanum eftir aðlögunina og mér finnst það æði, hlakka bara til að komast í vinnu eftir helgarnar. Ekkert smá gott að komast útúr húsi.
Ég átti yndislegan afmælisdag í gær með litlu fjölskyldunni minni. Þau gerði daginn fullkominn fyrir mig:)

ps. var einhver að fíla eurovision?